Örvitinn

Kristin trú er hindurvitni! Eru

Þetta birtist upphaflega á spjallþráðum strik.is

Kristin trú er hindurvitni!

Eru allir prestar fífl?

Þetta er kannski undarleg spurning, en síðustu daga hef ég lesið nokkrar greinar í morgunblaðinu sem gera það að verkum að ég er farinn að velta þessu alvarlega fyrir mér. Getur verið að maður þurfi að vera sérstaklega grunnhygginn til að kjósa það að verða prestur?

Ég veit ekki svarið við því, í grein sem ég skrifaði fyrir hér fyrir neðan "Upp úr skotgröfunun" gagnrýndi ég morgunblaðsgreinar tveggja presta. Trúmenn hafa látið það vera að koma með athugasemdir við þeirri grein sem veldur mér vissum vonbrigðum en kemur mér svosem ekki á óvart.

Í morgunblaðinu í dag er þó grein sem slær hinum við. Örn Bárður Jónsson prestur í neskirkju skrifar þar svar við grein Aðalheiðar.

Fyrir utan ómerkilegan útúrsnúning um tilveru þjóðkirkju/ríkiskirkju og launakostnað presta sem ég nenni ekki að ræða hér kemur Örn með stórskemmtilegar athugasemdir í lokin. Örn skrifar:

"6. Alvarlegasta rangfærslan í grein hennar felst í því að kalla kristna trú hindurvitni og að ríkisstofnun hafi það að markmiði að boða þá fjarstæðu. Hér þykir mér hún skjóta sjálfa sig í fótinn þegar hún tekur afstöðu til þjóðkirkjunnar á trúarlegum forsendum og byggir viðhorf sín á hindurvitni eða hjáfræði. Það er nú varla í anda upplýsingarinnar sem hún dáir svo mjög. Ef einhver trú byggist á jafntraustum heimildum og rökum og kristin trú lýsi ég hér með eftir henni."

Ég gæti gubbað. Hvaða "traustu heimildum" og "rökum" byggir kristin trú á? Af hverju hef ég á tilfinningunni að þarna sé að ræða um sérkristnar útgáfur af hugtökunum "heimild" og "rök"???

Svo bætir Örn við:

"Það besta sem fram hefur komið til þessa í siðferðisefnum er 2000 ára gömul kenning Krists. Speki hans verður að mínu mati aldrei toppuð - aldrei!"

Halló, hvað nákvæmlega kom "kristur" fram með í siðferðisefnum? Kom kristur virkilega fram með einhverjar hugmyndir sem aðrir höfðu ekki komið fram með áður? Hefur virkilega ekki orðið nein þróun í siðferðisefnum síðustu 2000 árin? Hafa heimspekingar virkilega ekki haft neitt til málanna að leggja?

Enn gæti ég ælt.

Og Örn heldur áfram:

"Hins vegar er augljóst að háskóli sem standa vill undir nafni sem fjölfræðastofnun hlýtur að kenna guðfræði sem nefnd hefur verið drottning vísindanna."

Ég biðst afsökunar, ég þarf að fara að skipta um föt, kvöldmaturinn gusaðist yfir mig allann.

Og því spyr ég að lokum aftur. Eru prestar þjóðkirkjunnar upp til hópa fávitar? Eða halda þeir kannski að lesendur moggans séu upp til hópa fávitar.

efahyggja