Samsæriskenningar
Margir því fram að farþegaflugvél hafi í rauninni ekki flogið á Pentagon!
Ég hef verið að skoða þetta og hér eru helstu atriðin sem ég hef fundið til að véfengja samsæriskenninguna.
- Brak. Fullyrðingar um að ekkert brak af vélinni sé á staðnum eru rangar. disasterrelief
- Vitni. Tugir ef ekki hundruðir manna urðu vitni að því þegar vélin flaug inn í bygginguna.guardian - cnn - cnn
- Af hverju var sett möl á túnið? Einfaldasta skýringin er sú að það hafi verið gert til að stórvirkar vinnuvélar gætu ekið þar yfir.
- Af hverju sést ekkert brak af flugvélinni á vefnum hér fyrir ofan? Vegna þess að myndirnar eru teknar þar sem ekkert brak sést og vegna þess að þegar flugvél flýgur í jörðina verður yfirleitt ekkert mikið af auðþekkjanlegu braki eftir. Gera má svo ráð fyrir að töluvert af brakinu hafi lent í eldhafinu. Þrátt fyrir allt þetta er fullyrðingin um að ekkert brak hafi verið á vettvangi röng.
- Og svo náttúrulega mesta ráðgátan. Af hverju er gatið minna en flugvélin? Skýringin á því er væntanlega sú að flugvélin flaug ekki beint inn í bygginguna, heldur lenti á stéttinni rétt fyrir framan hana. Þetta kemur fram í viðtali við sjónvarvott rétt eftir atvikið.

Af hverju nenni ég að taka þetta saman? Æi, ég veit það ekki. Svona samsæriskenningar eru skemmtilegar þar til fólk fer að trúa þeim.