Örvitinn

Rokk og fótbolti

Rokk og fótbolti
Fór með Stebba mág á Brodway í gærkvöldi til að sjá New York rokkaranna The Strokes spila. Ég hafði lítið heyrt í Strokes áður en þeir voru flottir á tónleikum. Þétt rokkband með einföld en melódísk lög. Verulega gaman. Nú þarf ég bara að komast yfir diskinn þeirra, í versta falli kaupi ég hann.

Íslenska rokkbandið The Leaves hitaði upp, virkaði ágætlega á mig. Eina lagið sem ég hafði heyrt áður var flott.

Í kvöld horfði ég svo á Liverpool leggja Leverkusen af velli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Þetta verður strembið í síðari leiknum en þetta hefst.

Er loksins kominn á póstlistann hjá SAMT. Hlakka til að taka þátt í umræðum þar.

dagbók