Örvitinn

Slys

Slys
Kolbrún datt í gær og fékk skurð á kynnina. Ég fór með hana á slysó en sem betur fer þurfti ekki að sauma þar sem skurðurinn var "heppilega" staðsettur. Það er að segja, sárið hreyfist ekki þegar hún brosir. Læknirinn límdi sárið saman og þetta ætti að gróa vel. Vonandi hverfur örið fljótt.
Gyða gaf Ingu Maríu graut í fyrsta sinn í gærkvöldi. Ég missti af því, var að hjálpa Eggert og Hildi að flytja en þau eru nú nágrannar okkar og búa í fimm mínútna göngufjarlægð. Á myndasíðunni eru komnar myndir af Ingu Maríu að borða og ein af plástrinum hennar Kollu.
strik.is eru nú ónýtur spjallvettvangur. Snillingar á strikinu tóku sig til og breyttu því þannig að nú getur hver sem er sent inn bréf undir hvaða nafni sem er. Ég ætla ekki að taka þátt í spjallinu þar aftur fyrr en þessi "fítus" verður fjarlægður.
Vefur dagsins er eve-online. Þið verðið nú að skoða hvað ég er að gera í vinnunni líka :)

dagbók