Örvitinn

Örfréttir

Örfréttir
Fyrsti maí var rólegur hjá okkur hjónum. Diddi bróðir fór með Áróru og Kollu í fjölskyldugarðinn, þannig að ég og Gyða gátum átt náðugan dag. Skelltum okkur á American Style í kópavogi og fengum okkur að éta. American Style mun fá meira af mínum viðskiptum í framtíðinni, fínn staður og algjörlega reyklaus.
Hvað um það, af gömlum vana pantaði ég mér einhvern öfga stóran hamborgara, 200g en ákvað að sleppa auka skammti af frönskum, eins og ég fékk mér alltaf í gamla daga.
Eftir furðulega stuttan tíma kom þjónustustúlkan með borgarana okkar og hófst nú átið. Ég var eins og vanalega frekar snöggur að slátra einum borgara og var ágætlega saddur eftir hann. Ekkert sprunginn, en búinn að fá alveg nóg.
Skömmu síðar kom önnur afgreiðslustúlka og kom þá í ljós að við höfðum fengið afgreidda vitlausa pöntun, í stað þessa að fá 200g ofurborgarann fékk ég bara "venjulegan" ostborgara. Hún bauð með auka skamt af frönskum sem ég afþakkaði, enda orðinn saddur. Við það endurgreiddi hún mér mismuninn.
Lærdómurinn af þessu er að sá að hér eftir mun ég ekki panta mér 200g ofurborgarann, einfaldlega vegna þess að venjulegur borgari er alveg nóg. Auk þess get ég sleppt því að panta aukaskamt af frönskum, ég get alltaf stolist í kartöflurnar hennar Gyðu :)
Þetta er væntanlega munurinn á því að vera rúmlega 110kg og því að vera rétt rúm 90kg. Segi ykkur síðar frá því hvernig það er fyrir mig að borða á American Style þegar ég verð orðinn 80kg
Já, það er ekki alltaf sem þið fáið fréttir af því hvaða skyndibita ég ét, líður ykkur ekki betur :)

dagbók