Örvitinn

dagur í lífi

dagur í lífi
Gyða vakti mig snemma í morgun, 10:30 held ég, er þó ekki viss. Ég á náttúrulega að fá að sofa til klukkan 11:00 á laugardögum samkvæmt samningi okkar hjóna. Við fórum í hádegiskaffi til tengdó, þar horfi ég á Stoke tryggja sér sætið í fyrstu deild að ári. Nú verður áhugavert að sjá hvað gerist í samningsmálum Guðjóns Þórðarsonar á næstunni.

Eftir Stoke leikinn skellti ég mér á Players til að sjá síðasta leik Liverpool á tímabilinu. Hitti þar Kidda og Óla bróður hans, en þeir bræður eru á leiðinni til Glasgow til að sjá úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu.

Þegar við komum heim skelltum við okkur út í garð, ég reif að mestu niður rósarrunna(tré) í garðinum, þar að saga restina á morgun og rífa svo upp rætur. Gyða rótaði í moldinni!! og Kolla og Inga María léku sér. Nágrannar okkar voru með rafmagnsklippurnar uppi og klipptu loksins trén á milli garðanna. Í leiðinni ræddum við um að setja upp skjólvegg á milli garðanna, sem gerist vonandi á næstunni. Tókum í fyrsta sinn eftir enn einni múrskemdinni á húsinu, múrklæðning farin að rifna frá fyrir aftan hús.

Fór svo í inniboltann klukkan 18:00, spilaði eins og óður maður, setti inn helling af mörkum, þar af eitt glæsilegt þrumuskot frá miðju sem small í slá og inn. Alltaf gaman af því, fór heim og grillaði mér tvo hamborgara, sit nú fyrir framan sjónvarpið (slökkt á sjónvarpinu) og ráfa um netið.

Á eftir rölti ég með á videóleiguna með spóluna sem við hjónin horfðum á í gærkvöldi. Myndin heitir intimacy og var bara nokkuð góð. Alltaf dáldið merkilegt að sjá "raunverulegt" kynlíf, því það á svo fátt sameiginlegt með glanskynlífinu sem yfirleitt sést á skjánum.

Það er nú það.

dagbók