Örvitinn

grill og öl

grill og öl
Í gærkvöldi var grillboð hérna í Bakkaselinu. Regin, Ágústa, Óli, Hildur, Eiki, Oddný, Davíð og Særún komu í grill, Eurovision og kosningsjónvarp. Hver mætti með sitt kjöt og vín, við buðum upp á meðlæti, forrétt og ís í eftirrétt

Kvöldið heppnaðist bara mjög vel að mínu mati. Ágætis stemming yfir grillinu, maturinn heppnaðist mjög vel og ölið rann vel niður. Fólk fór þó mis snemma heim, Regin var orðinn eitthvað syfjaður í sófanum. Náði ekki mynd af honum sofandi, Oddný potaði í hann. Í lokin voru ég og Davíð tveir eftir og spiluðum GT3. Davíð rústaði mér, enda hefur hann verið duglegur að spila þann leik í vinnunni. Særún kom svo og sótti hann um þrjú leitið.

Tók slatta af myndum og skellti á vefinn.

Í dag hef ég svo verið sæmilega þunnur, ekkert voðalega en dáldið slappur. Áróra var svo með afmælisboð í dag fyrir bekkjarfélaga og vini. Fór nú ágætlega fram. Mætingin var ekkert til að hrópa húrra fyrir. 11 af 21 mættu, enginn hafði fyrir því að afboða sig. Þar af leiðir að nóg er til af pizzu á þessu heimili.

dagbók