Örvitinn

drulluveður

Um miðjan dag varð ég þess var að það var komið hávaðarok. Ekki var það nú jákvætt þar sem ég hafði hjólað í vinnuna. Klukkan sex lagði ég af stað heim en ferðin gekk heldur hægt. Gusturinn var að sjálfsögðu beint í fangið á mér alla leið, þannig að ég þurfti jafnvel að hafa fyrir því að hjóla niður brekkur!

Ég var um 40 mínútur á leiðinni, en heimferðin hefur tekið mig um 25 mínútur hingað til.

Þegar heim var komið fór ég út að vinna í garðinum fyrir framan hús. Nágrannarnir komu saman og reittu arfa og snyrtu í sameiginlega garðinn. Þetta var nú heldur óskipulagt og eyddi ég öllum tímanum á hjánum að rífa upop arfa.

Klukkan níu skellti ég mér svo á fótboltaæfingu með almenna fótboltafélaginu sem reyndar heitir AF Henson í dag þar sem Henson er orðinn styrktaraðili liðsins. Það var nú ekki áferðafallegur bolti sem var spilaður í rokinu, en þetta hófst þó. Ég er svo sannarlega búinn að taka á því í dag, ef ég verð ekki undir 90kg þegar ég stíg á vigtina í fyrramálið verð ég brjálaður.

Ætla að tékka á veðurspánni. Ef það verður rok á morgun tek ég strætó í vinnuna. Suðaustan 10-15 segja þeir, 5-10 síðdegis. Spurning hvort ég hjóli með vindinn í bakið í vinnuna á morgun og vonist til að spáin rætist og það lægi síðdegis.

dagbók