Örvitinn

89,5

Það voru 89,5kg á vigtinni í morgun. Svosem viðbúið eftir alla þessa hreyfingu í gær.
Ég stillti vekjaraklukkuna á 6:25 til að horfa á leik Danmörku og Senegal en svaf yfir mig, vaknaði um sjö leitið og náði restinni af fyrri hálfleik og öllum seinni hálfleik. Mínir menn (Senegal) voru undir þegar ég kom til leiks, en voru samt mun sterkari en danirnir. Náðu svo að jafna snemma í seinni hálfleik, en annar Liverpool maðurinn Diao skoraði markið. Hann átti einnig sök á vítinu sem Danirnir skoruðu úr og lét svo reka sig útaf þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Svo sannarlega maður leiksins að mínu mati. Diouf, hinn Liverpool maðurinn í liði Senegal stóð sig mjög vel að mínu mati. Það verður gaman að sjá hvernig félagarnir pluma sig í ensku deildinni.

Ég hjólaði svo í vinnuna eftir leik, hafði meðvind alla leið sem er nú ólíkt skárra en mótvindurinn á heimleiðinni í gær (semsagt, sama rokið sem blés með mér í dag) Samkvæmt spánni á að lægja síðdegis. Ef það rætist hjóla ég heim, annars tek ég strætó.

dagbók