Örvitinn

örlítið

Svaf frameftir í morgun, vaknaði 8:30. Slakaði á heim, Gyðu til mikillar mæðu.
Fór í World Class 10:00, hjólaði í rigningunni. Ekkert að veðrinu meðan það er ekki rok. Lyfti í World Class fór í sturtu og skellti mér í vinnuna. Sit núna í kjallara CCP og glápi á leik Brasilíu og Kína. Ekki beint jafn leikur, en gaman að sjá taktana.
Þarf svo væntanlega að vinna fram á kvöld, CCP stefnir á að hefja Alpha test á mánudaginn með 500 þáttakendum. Varla að ég hafi tíma til að mæta í afmælisboðið sem við höldum á morgun í tilefni 10 ára afmælis Áróru. Ég held ég taki mér nú samt pásu frá vinnu og mæti, annað er ekki hægt.

dagbók