Örvitinn

góðan daginn

Ég stoppaði stutt í vinnunni í gær, mætti 10:30 og fór heim um 14:30 enda fjölskylduboð í tilefni 10 ára afmælis Áróru. Set inn myndir frá því á eftir.

Það var nú ósköpn notalegt að taka sér hálfan dag í smá afslöppun (eftir að gestir voru farnir). Loggaði mig þó inn og tékkaði á stöðunni í vinnunni, en það var nú heldur rólegt yfir mönnum sem kom mér á óvart miðað við að það á að vera crunch í gangi.

Svaf svo út í morgun, fór ekki á fætur fyrr en um 8:30. Hjólaði í vinnuna í afskaplega góðu veðri, smá gola en hlý.

Ekki verð ég var við að nokkur lesi skrif nema konan mín. Það er þá ekki mikil pressa á mér að skrifa eitthvað merkilegt.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 10/06/02 11:27 #

Heyrðu góði mér finnst alveg nógu merkilegt að skrifa þetta fyrir mig :-) Allavegana finnst mér voða gaman þegar þú skrifar mikið svo ég viti hvað þú ert að gera og hugsa.