Örvitinn

falun gong

Þessa dagana er allt að verða vitlaust útaf komu Jiang Zemins til Íslands og aðgerðum til að koma í veg fyrir að meðlimir falun gong fái að koma inn í landið.

Ég tek undir þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarið og vildi að mörgu leiti ganga lengra. Ég tel að Íslendingar eigi ekki að hafa nein opinber samskipti við Kínverja.

En það fer dáldið í taugarnar á mér hvernig fjallað er um falun gong. Af umræðunni á Íslandi gæti maður helst haldið að hér sé um að ræða hóp fólks sem hittist og stundar saman leikfimi. En málið er ekki svo einfalt. Ég tók saman nokkrar síður sem fjalla um hina hlið samtakanna, þessa sem maður heyrir ekki um í íslenskum miðlum þessa dagana. N.B. ég er með þessu ekki að styðja framferði Kínverja gegn þessum samtökum.

James Randi fjallar í pistli sínum um falun gong.
Á vefsíðu New York Times fann ég þessa ágætu grein.

Á vef Randi kemur meðal annars fram:
Go to www.falundafa.org and see what's offered. You'll find "How to Get Started," "Exercises." and "Common Questions," but not a word about the basic claims of the religion. You come away with the idea that this is a series of stately exercises performed in the park, not a science-bashing, fanatic, irrational, cult. The pages of L. Ron Hubbard's Scientology sites give the same kind of an impression, with no mention of the blue octopi in the volcanoes that eventually show up in their creed if you can pay long and bountifully enough.

Ef þetta væru meðlimir Church Of Scientology sem væri verið að meina um inngöngu í landi myndi ég persónulega fara og hjálpa til við að henda þeim úr landi... en það er önnur saga.

efahyggja pólitík