Örvitinn

í fréttum..

... er náttúrulega lítið sem ekkert :)

Ég fór snemma heim úr vinnunni á föstudaginn og grillaði með Gyðu. Byrjaði reyndar á því að taka rúmið okkar í sundur, en það brakaði afskaplega mikið í því. Núna eru dýnurnar á gólfinu og við sofum mun betur en áður.

Í gær mætti ég í vinnuna um hálf tvö og var til hálf sjö. Fór þá í kvöldmat hjá tengdó og slakaði á. Eyddi semsagt óvenju miklum tíma með fjölskyldunni í gær miðað við síðustu vikur.

Fékk sláttuvélina lánaða hjá foreldrum mínum í gærkvöldi og sló grasið í garðinum og á blettinum fyrir framan. Ótrúlegur munur satt að segja, sem segir náttúrulega ýmislegt um ástandið á garðinum fyrir slátt.

Í dag mætti ég í vinnuna 10:20, horfði í morgun á leik Senegal og Svíþjóðar þar sem mínir menn, Senegal unnu með gullmarki í framlengingu. Núna er ég búinn að koma mér fyrir í sófanum í kjallara CCP og ætla að reyna að vinna eitthvað meðan ég horfi á leik Íra og Spánar. Held frekar með Írum en Spánverjum...

dagbók