Örvitinn

örvitlaus

Ég og Davíð ákváðum í gærkvöldi að hittast í World Class snemma í morgun og lyfta. Þar sem veðrið var helvíti vont í gær var stefnan sett á að vera í sambandi í morgun til að ákveða hvort hann myndi sækja mig eða ég myndi hjóla.

Ég vaknaði við það að Kolla var að kalla, þannig að ég sótti hana og leyfði henni að kúra í rúminu okkar. Leit þá á vekjaraklukkuna og sá að hún var rúmlega sex, en ég hafði stillt hana á 6:15. Ákvað því bara að fara á fætur í staðin fyrir að sofa í 10 mínútur í viðbót.

Ég semsagt dreif mig á fætur, burstaði tennur og dreif mig niður. Sendi Davíð SMS og bað hann um að sækja mig vegna þess að það var heldur kuldalegt úti. Bæði var frekar dimmt og svo var ansi mikið rok. Ekkert bólaði á svari frá Davíð en ég dreif mig í að taka saman æfingadótið, klæða mig í útiföt og beið svo eftir svari. Eftir kortér sendi ég Davíð annað SMS þar sem ég var farinn að gruna að hann hefði sofið yfir sig. Ákvað svo bara að skella mér á bílnum í World Class, þýðir ekkert að láta það stoppa sig þó Davíð sofi yfir sig.

Þegar ég var að fara út kíkti ég á gemsann til að tékka hvort Davíð væri búinn að senda mér SMS, en tók þá eftir óvæntum hlut. Klukkan var 02:30 ekki 06:30 eins og ég hafði haldið :)

Fíflið ég fór aftur upp í rúm og svaf í nokkra tíma í viðbót.

Hjólaði svo í World Class í morgun þar sem veðrið hafði skánað heilmikið. Beið þar lengi eftir Davíð, sem ekkert lét sjá sig. Heyrði svo í honum þegar ég var mættur í vinnuna, þá hafði hann verið í World Class á sama tíma og ég !!! Ég hafði bara ekki séð hann.

Ég þarf að fara að láta kíkja á hausinn á mér held ég.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 19/06/02 10:25 #

æi ástin mín það er nú ekki annað hægt en að hlæja af þessu. Ég tók eftir því að þú fórst fram eftir að hafa komið með Kollu inn en hélt þú værir bara að fara á klóið og sofnaði svo og hugsaði ekki meira um það!! :-) Gyða

Davíð - 24/06/02 11:03 #

Heheheh..... þú ert snillingur. Svo fórstu að væna mig um að hafa ekki mætt...... á ég að skalla þig!!!!