Örvitinn

kvöldmatur og aðgerð

Mamma, pabbi, Diddi, Jóna Dóra og Óttar komu í mat til okkar í kvöld. Við grilluðum kjúklingabringur og helling af kartöflubátum. Vorum svo með salat með kartöfluflögum sem kom ágætlega út, gúrkusósu og dillsósu. Allt eins og best verður á kosið að mínu hógværa mati :)

Mömmu leist ekkert á sárið mitt, þannig að hún og Diddi enduðu með þvi að fara út í apótek og kaupa grisjur og aukahluti og pabbi var svo settur í að hreinsa og búa um sárið. Hann hafði undarlega gaman að því að kroppa eitthvað í þetta, held hann hafi verið svekktur með að hreinsivökvinn sem mamma keypti var þannig að það sveið ekki undan honum.

Ég held þetta sé sársaukaglott á þessari mynd frekar en gleðibros :) Brunasárið sést betur á þessari mynd heldur en á myndunum í færslunum hér á undan.

dagbók