Örvitinn

sól og sæla

Ég var að koma aftur í vinnu eftir að hafa eytt hádeginu með stelpunum mínum á Klambratúni. Það var ofsalega notalegt að sitja á teppi og borða nesti. Liggja svo í sólbaði og slaka á.

Gyða smurði samlokur. Henni tókst nú að sleppa ostinum en ég fyrirgef henni það í þetta skiptið :)

Þessa dagana sé ég stelpurnar svo lítið að það er nauðsynlegt að skipuleggja svona lautarferðir af og til. Ég er yfirleitt farinn áður en þær vakna á morgnana og ekki kominn heim fyrr en seint á kvöldin, svipað og unglæknarnir sem núna fá samúð í fjölmiðlum. Ólíkt þeim er ég svosem að fá góða umbun fyrir alla þessa vinnu. Við skulum að minnsta kosti vona það.

dagbók