Örvitinn

nördatal

Ég uppfærði tölvuna hennar Gyðu í gærkvöldi, setti Windows2000 inn á hana, en hún hefur verið að keyra windows98 hingað til.

Vandamálið með windows98 er að það "rotnar". Með tíð og tíma safnast fyrir drasl sem gerir það að verkum að tölvan verður þung í vinnslu. Ég setti minni í vélina fyrir skömmu síðan, er núna með 128MB, en samt var hún drulluhægvirk.

Eftir að hafa eytt öllu gærkvöldinu í að setja windows2000 upp og sækja alla plástrana frá Microsoft, sé ég ekki betur en að tölvan sé að virka miklu betur. A.m.k. notar hún mun minna minni núna.

Ég á eftir að laga almennilega uppsetninguna á Outlook fyrir Gyðu auk þess sem ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig Internet Connection Sharing virkar. Ég vil að tölvan tengist netinu um leið og það er búið að kveikja á henni, en sé ekki hvernig það er gert fyrr en einhver hefur loggað sig inn. Jæja, maður lærir alltaf eitthvað nýtt.

tækni