Örvitinn

nóg að gera

Um helgina sóttum við hornsófa í bílskúr Ásmundar og Gunnu en fyrrverandi eigandi hússins þeirra skyldi hann eftir.

Við þrifum hann hátt og lágt og sófinn er eiginlega betri en við áttum von á.

Ég fékk svo Didda til að aðstoða mig við að koma sófanum fyrir í herberginu sem núna er tölvu- og sjónvarpsherbergi.

Í morgun fór svo rafmagnið af hérna í CCP þannig að vélin sem keyrir þennan vef, hume.gmaki.com fór niður í fyrsta sinn á um 80 dögum. Ég þurfi að koma hingað í vinnuna til að setja hana upp aftur þar sem sumar stillingar voru ekki alveg réttar.

Ég er frekar ósáttur með úrslitin á HM, ég hélt með þjóðverjum af þeirri einföldu ástæðu að Hamann, leikmaður Liverpool lék með þeim. Ég fylgdi þeirri einföldu reglu í þessari keppni að halda alltaf með því liði sem hafði (fleiri) Liverpool menn innan sinnan raða.

Ég var nú ekkert rosalega fúll þegar leiknum lauk, en þegar Brassarnir fóru á hnén að biðja bænir um allan völl eftir leikinn varð ég eiginlega ennþá svekktari :)

Jæja, nú þarf ég að reyna að vinna eitthvað, fyrst ég tók mér frí í allan gærdag. Svona kæruleysi gengur náttúrulega ekki.

dagbók