Örvitinn

hallelujah

Lag dagsins er lagið hallelujah eftir Leonard Coen í flutningi Jeff Buckley. Ansi magnað. Jeff Buckley lést árið 1997, drukknaði þegar hann fékk sér sundsprett í einhverju fljóti og lenti í niðursogi þegar bátur sigldi framhjá. Lík hans fannst fimm dögum síðar við einhverja bryggju. Þrátt fyrir að vera rokkari var hann hvorki fullur né dópaður þegar þetta gerðist.

Lagið er hægt að sækja hér búinn að fjarlægja skrána

lag dagsins
Athugasemdir

Regin Mogensen - 01/07/02 14:48 #

Langar að benda á snilldarlag samið og flutt af Tim Buckley, sem var akkúrat faðir Jeff´s. Hann var bæði fullur og dópaður þegar hann lést. Lagið heitir Song to the siren og þið getið fundið það á Kaza :).

Matti Á. - 01/07/02 15:04 #

Ég vil eiginlega ekki installa kazaa, skilst að með því fylgi haugur af spyware.

Áhugavert efni um Tim Buckley.

regin - 01/07/02 15:58 #

Hvernig var þetta annars, sigldi báður framhjá og fannst hann fimm dömum síðar? Skrítið :) P.s. meilaði tim buckley lagið á þig.