Örvitinn

svefnpurka

Ekki tókst mér að vakna 6:15 í morgun. Ég er búinn að komast að því að ég get einfaldlega ekki vaknað á þessum tíma morguninn eftir fótboltaæfingar. Spurning um að hætta þessum blekkingarleik og sleppa því að stilla vekjaraklukkuna þá morgna.

Ég missti semsagt af ræktinni í morgun. Davíð mætti víst galvaskur og tók á því. Fyrirgefðu Davíð minn, þetta gerist aldrei aftur.

dagbók
Athugasemdir

Regin - 09/07/02 09:07 #

Skv. öruggum heimildum þá var Matti svefnpurka annan daginn í röð, og ekki mættur í ræktina í morgun þriðjudag... hmmm

Matti - 09/07/02 11:22 #

Ég mæti nú bara í ræktina mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hjóla svo í og úr vinnu í stað þess að mæta á þriðjudags og fimmtudagsmorgun í ræktina að skokka.

En staðreyndin er nú samt sú að ég svaf yfir mig í morgun og keyrði svo í vinnuna.

Þurfti svo að fara og láta skella sumardekkjunum undir bílinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Keyrði svo góðan hring í höfuðborginni til að framkalla ískur í bílnum en það er að gera okkur vitlaus þessa dagana. Ætlaði svo að fara í Bílheima þegar ískrið væri komið og ergja mig við verkstjórann. Ískrið kom aldrei. Alveg dæmigert.

Gyða - 09/07/02 18:28 #

Það er nú gott að vinirnir fylgist vandlega með þér :-) Gyða