Örvitinn

sumarfrí

Í morgun tók ég ákvörðun um að taka mér sumarfrí í kringum næstu helgi. Ég ætla semsagt að skella mér vestur með stelpunum. Keyri á föstudaginn og flýg svo einn til baka á mánudagseftirmiðdag. Íslandsflug er með eitthvað nettilboð á fluginu, kostar semsagt 4.500.- þannig að ég ákvað að skella mér bara með.

Það hefur líka áhrif á þessa ákvörðun að ég er einfaldlega orðinn hundleiður í vinnunni. Ég þarf að taka mér frí, jafnvel þó það sé ekki nema fjórir dagar (í rauninni bara þrír heilir dagar, ég mæti aftur til vinnu á mánudagskvöldið)

Þetta mun vonandi bæta mitt geð.

Regin er eitthvað að impra að því að ég hafi sofið yfir mig í morgun og skrópað í World Class.. Það er rétt.

dagbók