Örvitinn

ég er hetja

Ég er ekki vanur að sofa einn í stóra húsinu mínu. Kanski það sé ástæðan fyrir því að ég dreif mig á fætur 6:30 í morgun. Það er allavega líklegri skýring en það að ég sé svo duglegur, því það er ég ekki.

Hjólaði í World Class, lyfti þar örstutt, hendur og axlir og hljóp svo í 20 mínútur.

Hér eftir ætla ég að hlaupa í World Class ásamt því að hjóla í og úr vinnu. Þetta hjólastand er soddan dútl að maður verður að hlaupa með því til að brenna almennilega.

Engin Davíð og engin Ágústa í morgun. Ég á bara að vera einmana þessa dagana, það er alveg ljóst.

ps. Hver ætlar að draga mig með sér í bíó í vikunni.

heilsa
Athugasemdir

Regin - 16/07/02 09:08 #

Velkominn aftur. Merkilegt þykir mér að e-h neinni að hakka upp svona mini server. Hélt að einungis FBI og CIA lenntu í hakki, greinilega ekki!

Matti - 16/07/02 12:16 #

Þetta eru einhverjir smáguttar sem skanna netið með sjálfvirkum tólum í leit að tölvum sem þeir geta brotist inn í.

Í rauninni ótrúlegt að fylgjast með því hvað það eru gerðar margar tilraunir til þess að brjótast inn í þennan litla saklausa server minn.