Örvitinn

þetta skánar

Ekki tókst mér að fara á fætur 6:15 í morgun. Snúsaði í klukkutíma og reif mig svo upp 7:15 og hjólaði í vinnuna. Sleppti World Class þar sem ég ætlaði að vera mættur fyrir átta í vinnu.

Bölvað vesen að hafa fjárfest í fjölvarpinu um daginn. Nú er alltaf eitthvað merkilegt á einhverri stöð. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt fyrir miðnætti þar sem ég var að horfa á stórmerkilegan þátt á BBC Prime um baráttu Breta gegn tundurduflum í seinni heimsstyrjöldinni. Merkilegt hvað svona heimildarmyndir geta verið gott sjónvarpsefni, sérstaklega Breskar heimildarmyndir.

Liverpool - Lazio verður sýndur í beinni á netinu í kvöld. Það verður áhugavert að sjá hvernig það gengur. Ég er ekkert alltof bjartsýnn, geri ekki ráð fyrir miklum gæðum þó ég hafi ofurtengingu hér í vinnunni.

dagbók