Örvitinn

í bíó

Þar sem ég er ekki verslunarmaður er ég náttúrulega mættur í vinnu í dag. Ætla reyndar að stoppa frekar stutt í dag þar sem við hjónin erum að stefna á bíóferð klukkan tvö. Þetta verður í fyrsta sinn í langan tíma sem við förum saman í bíó hjónin. Ætlum að skella okkur á about a boy... vonandi svíkur hún ekki.

Setti inn nýjar myndir áðan, setti inn myndir af grillboðinu sem við héldum um daginn. Þar voru semsagt vinkonur Gyðu af börn2001 póstlistanum ásamt mökum.

Gyða fór með Ingu Maríu á læknavaktina í gærkvöldi. Hún var óvær, grét á brjósti og var að fikta í eyranu. Við höfðum áhyggjur af því að hún væri komin með eyrnabólgu og létum því kíkja á hana. Sem betur fer var engin eyrnabólga, hún hefur bara verið óróleg vegna þess að hún er svo kvefuð. Það er samt alveg ljóst að við munum láta kíkja reglulega á Ingu Maríu þar sem Kolbrún var alltof lengi með í eyrunum án þess að nokkuð væri gert af viti. Alltaf þegar hún átti erfitt með svefn var hún komin með sýkingu í eyrun. Við þurftum eiginlega ekki að láta kíkja á það.

dagbók