Örvitinn

Lord of the rings

Fór í skífuna, ætlaði að kaupa Lord Of The Rings á DVD en ákvað að bíða aðeins með það. Er að reyna að venja mig af því að kaupa hluti um leið og mig langar í þá. Hvatvísi er ekki af hinu góða. Auk þess er myndin frekar dýr. Í nóvember kemur svo út sérstök útgáfa af DVD disk með lengri útgáfu af myndinni, spurning hvort maður kaupi þann disk ekki frekar. Spurning hvort maður sleppi því yfir höfuð.

Leitaði að geisladisknum með Tenacious D en hann var ekki til, nennti ekki að spyrja afgreiðslufólkið vegna þess að þau eru eflaust hálfvitar.

Þannig að niðurstaðan úr þessari verslunarferð er sú að ég eyddi ekki aur. Það er nú gott.

Eins og sjá má á þessari færslu er ég í dúndur skapi :|

dagbók
Athugasemdir

regin - 07/08/02 08:48 #

Ég sá akkúrat Lord of the rings á VHS í gærkveldi. Það var ágætt.