Örvitinn

Afmælisgjöf

Við þurfum að gera eitthvað varðandi afmælisgjöf handa Særúnu. Spurning um að hringja og tékka á Eika. Ég gruna þó að Oddný sé búin að redda þessu fyrir þeirra hönd.

Neinei, Oddný var ekkert búin að redda þessu. "Ætlaði einmitt að fara að hafa samband við þig" sagði hún þegar ég hringdi.

Henni leyst ekkert sérstaklega vel á hugmyndina þína Regin og ég var eiginlega sammála hennar rökstuðning (æi, ég kann bara að segja já við konur :) ) Pælingin er semsagt að kaupa eitthvað hana henni ekki þeim

Hringdi í Óla sem var náttúrulega staddur í ríkinu enda á leiðinni til Dalvíkur að fara að bassast eitthvað. Hann ætlar að vera með í gjöfinni, þó hann geti ekki mætt í boðið.

Þannig að nú þurfum við bara að drífa í þessu, látum Oddný sjá um að velja gjöfina (svona nokkurn veginn) og hrynjum svo hressilega í það annað kvöld :)

Uppfært 14:30: Hér er planið, við hittumst á morgun skömmu eftir hádegi á Klapparstíg 28 hjá CCP og röltum laugaveginn og reddum þessari gjöf (og skellum kanski í okkur einum bjór á einhverju kaffihúsi). Ertu ekki maður í það Regin? Eiki og Oddný mæta.

dagbók
Athugasemdir

regin - 09/08/02 14:09 #

Já þetta er líklegast rétt. Þessar fáu hugmyndir sem manni koma í hug fá þennan líka ljómandi hljómgrunn :)

Særún - 12/08/02 14:21 #

Kæru vinir, takk innilega fyrir mig á laugardaginn. Þá meina ég þessa frábæru gjöf en þó fyrst og fremst skemmtunina, mikið er þetta nú skemmtilegur vinahópur!!!! Hittumst sem fyrst aftur.