Örvitinn

það er ekki í lagi með mig

Ég skil ekki hvað veldur því að ég hef gaman að því að rökræða við trúfólk á strikinu. Þessa dagana er ég að karpa við eitthvað lið í þessum þræði.

Það sem er einna merkilegast við þessar rökræður sem ég lendi í við trúmenn er að yfirleitt hef ég ekki hugmynd um hvað þær snúast. Ég hef þær yfirleitt á því að gagnrýna eitthvað mjög afmarkað í málflutningi einhverra trúmanna og svo leiða þær mig út á ófyrirséðar brautir.

Oft fá þær mig til þess að velta fyrir mér hlutum sem ég hef ekki pælt mikið í. Ég fæ tækifæri til þess að beita röksemdarfærslum og hugtökum sem ég hef lesið nýlega eins og t.d. í bókinni Atheims the case against God sem ég er að lesa þessa dagana. Þarf reyndar að fara að klára þá bók og lesa hana svo aftur. Hún er nefnilega þræl merkileg og stútfull af dásamlegum röksemdarfærslum. Satt að segja geri ég alltof lítið af því að lesa þessa dagana, en það hefur nú eitthvað með það að gera að ég er alltaf í vinnunni.

Yfirleitt enda þessar rökræður í því að trúmenn fullyrða eitthvað um að trúlausir trúi á vísindi á sama hátt og trúaðir trúa á Gvuð !!

Í þessum þræði sem ég vísaði í var ég meðal annars að leita eftir því að einhver trúmaður benti mér á einhverja eiginleika Gvuðs. Eitt af því sem kemur fram í bókinni sem ég vísa í hér fyrir ofan er að allt sem er til hefur einhverja eiginleika. Eiginleikar Gvuðs eru yfirleitt handan mannlegs skilnings! Hvað gagnast það okkur? Er það að segja að eitthvað sé handan mannlegs skilnings ekki það sama og að segja að það sé ekki til?


"Ég er með rosalega stóran böll"
"Nú hversu stóran"
"Það er handan mannlegs skilnings"

:)

efahyggja