Örvitinn

helgin

Þetta var helvíti fín helgi. Myndirnar eru komnar inn. Smellið á lesa alla færsluna hér fyrir neðan til að lesa ítarlegri frásögn.

Ég mætti í vinnuna rétt fyrir 11 á laugardagsmorguninn. Reyndi þar að koma einhverju í verk. Regin kom til mín um hálf þrjú en við ætluðum að fara að kaupa afmælisgjöf handa Særúnu. Ég reyndi eins og brjálaður maður að ná sambandi við Eika og Oddný en tókst ekki. Þau eru ekki með gsm síma enda slík tæki nánast óþekkt í sveitinni :)

Ég og Regin röltum á laugaveginn meðan við biðum. Ég kíkti í Dressman til að kaupa mér skyrtu. Fann þar skyrtur á útsölu og skellti mér á eina svarta. Bað sölumann um að aðstoða mig við að velja stærð, hann leit á mig hátt og lágt og sagði mér svo að kaupa XL helvítis fíflið :| Ég held hann hafi séð að ég var ekki sáttur við þessi ráð enda fór ég út með skyrtu í stærðinni L sem passar svona líka vel. Það var svo ekki fyrr en ég kom heim sem ég fattaði að þetta var stuttermaskyrta, en það gerir svosem ekkert til.

Hittum svo Ágústu og Viktoríu á Laugaveginum og svo kom Gyða með Kollu og Ingu Maríu skömmu síðar. Eiki hringdi svo í mig, var þá staddur hjá CCP þannig að að lokum vorum við þarna saman, Ég og Gyða, Regin og Ágústa og Eiki og Oddný ásamt börnum. Við horfðum á gay pride skrúðgönguna, keyptum gjöfina handa Særúnu (miðbæjar gjafabréf) og fórum svo á Vegamót og fengum okkur snarl og að borða.

Um kvöldið mættum við í þrítugsafmæli Særúnar. Ég og Regin vorum án kvenna. Þarna var fámennt en góðmennt. Davíð Torfi hellti í okkur áfengi eins og honum einum er lagið. Sögur voru sagðar og mikið hlegið. Þórhallur bróðir hans Davíðs fær svo prik fyrir mikil karatetilþrif, gríðarleg snerpa í stráknum.

Í kringum miðnætti skelltum við okkur svo í partí í Hafnafirði, Katrín vinkona Oddnýjar og kórfélagi Særúnar er á leiðinni til Danmerkur í nám. Þar hittum við vinkonur Oddnýjar og voru það miklir gleðifundir. Mikið spjallað og spáð. Aðallega hversu vonlaus gaur ég hefði verið í gamla daga að klúðra öllum þessum sénsum með þessum myndarlegu stúlkum. Hildur var mætt frá Þýskalndi svona líka hress.

Um þrjú var svo ákveðið að fara á Broadway ... sem er sérlega heimskulegt í ljósi þess að Broadway lokar klukkan þrjú. Ég var mikið að spá í hvort ég ætti að fara eða vera lengur í partíinu. Að sjálfsögðu valdi ég rangt og fór með og þá má segja að djamminu hafi eiginlega verið lokið.

Tókum taxa á Broadway, fórum ekki úr taxanum heldur tókum hann niður í bæ. Komum við í CCP og fórum á klóstið og skyldum eftir vín. Röltum niður laugaveginn, fórum hvergi inn. Davíð og Særún kvöddu og fóru heim, ég og Regin röltum niður á Lækjatorg, fundum Ágústu og vinkonur hennar. Þær fóru og fengu sér pylsur og svo var farið heim með leigubíl.

Ég var kominn heim um hálf fimm. Vaknaði með hausverk um níu morguninn eftir, drullaði alvega svakalega og fékk mér tvær parkódín. Lagði mig aftur, vaknaði næst um hálf ellefu þegar stelpurnar komu upp að vekja mig og heilsan var þá komin í gott lag.

86,8 kg á vigtinni eftir fyllerí. Ætla að taka dáldið vel á því núna á næstunni, stefni á að sjá 86 komma eitthvað eftir leikfimi á næstu tveimur vikum. Við röltum upp í búð og keyptum okkur hamborgara sem Gyða grillaði svo meðan ég og Stebbi horfðum á Liverpool og Arsenal eigast við um skjöldinn sem fyrr var kendur við góðgerðarmál en ég man ekki hvað heitir núna. Arsenal vann verðskuldað sem leiðir til þess að ég geri náttúrulega lítið úr þessum bikar sem var náttúrulega mun merkilegri í fyrra þegar Liverpool vann hann :)

Fórum svo í bíó klukkan fjögur í gær. Sáum Minority Report í lúxussal í Smáralind. Myndin var góð, salurinn frábær. Held ég geri meira af því að sjá myndir í þessum sal, jafnvel þó miðinn sé töluvert dýrari. Þegar maður tekur inn í myndina að maður fær 400 kall upp í popp og sódavatn munar ekki nema um 500 krónum á miðunum.

Tók slatta af myndum á laugaveginum um daginn, set þær inn á eftir.

dagbók
Athugasemdir

Ágústa - 12/08/02 12:07 #

Hádí

Helgin var fín - Og veistu hvað Matti pylsan var alveg æðislega góð (jammmí)

Annars ætla ég að fara að taka mig á í mætingu í líkamsrækt - síðustu tvær vikur hafa verið svoldið slappar - en ég var helv. dugleg í morgunn og var mætt (ALEIN) kl 6:00 og púlaði í 1,5 klst. djöfulli gott ;))))

Hvað með næstu helgi (ég veit ég er bytta) eru ekki allir on?

Matti Á. - 12/08/02 12:45 #

Ég er til fyrir næstu helgi. Ég mætti ekkert í ræktina í morgun... en er að spá í að mæta jafnvel í dag. Tékka á því hvort ég geti fengið bílinn hjá Gyðu á eftir.

Davíð - 12/08/02 13:23 #

Dagur 2 í þynnku!

Ég þakka öllum fyrir annars fínt kvöld á laugardaginn. Ég skemmti mér konunglega og vona að þið hafið gert hið sama. Ég var svo þunnur í gær að það minnti mig á þegar ég vaknaði í gamla daga eftir Landa- eða léttvíns brugg fyllerí (Haukur - Regin - Óli.) Er en með hausverk og maginn eitthvað slappur líka...... Heyrðu hvað er í gangi næstu helgi? (Ég er nefninlega bytta líka.)

Ágústa - 12/08/02 13:29 #

Well Dabbi drykkjubróðir - Þá vorum við Mogensen að stefna á að bjóða ykkur heim í PARTÝ - börn eru ekki leyfileg ;) Heimilisfrúin hefur í hyggju að bjóða upp á létta rétti (snakk og nachos) en stefnan er að kveðja sumarið saman og bara að hittast og hafa rosalega gaman ;)

Davíð - 12/08/02 13:36 #

......Ég þakka kærlega gott boð. Mér líst mjög vel á að taka helgi nr. 2 í drykkju. Hvorn daginn eruð þið skötuhjúin að spá í?

(Gaman þegar síðan hans Matta er orðin samkipta grunnur fyrir okkur ÖLL.)

Ágústa - 12/08/02 13:42 #

Já einmitt mér finnst einmitt síðan hans Matta alveg frábær (húrra húrra fyrir Matta) Við vorum að velta fyrir okkur að halda teitið á laugardagskvöldið, þar sem maður er oft þreyttur eftir vikuna á föstudagskvöldum - hvernig líst þér á laugardaginn? Hver tekur að sér að láta Óla og frú, og Eika og frú vita?

Davíð - 12/08/02 16:51 #

Laugardagur hljómar vel. Ég skal láta liðið vita.