Örvitinn

fyrsti leikurinn

Næsta laugardag hefst enska úrvaldsdeildin.

sýn ætlar að sýna einhvern drasl leik þar sem Manchester United (þessir sem enduðu í þriðja sæti í deildinni í fyrra) mæta skítaliði West Bromwich Albion. Ætli maður kíki ekki á þann leik ef maður hefur ekkert betra að gera.

Á sunnudaginn verður stórleikur Liverpool við Aston Villa sýndur á sýn. Þá verður kátt í höllinni.

boltinn
Athugasemdir

Gyða - 14/08/02 20:59 #

uss nú varstu að tala af þér. Ég finn sko pottþétt eitthvað betra við tímann okkar að gera heldur en horfa á fótbolta!! Gyða

Davíð - 15/08/02 12:19 #

......ha minn bara undir hælnum!!! Ég fékk mér friðfinn!!! Frábær lausn! = Allir sáttir. Frúin horfir á The bold and the beautyful á meðan ég horfi á boltann. Hvað er annars að frétta af föstudeginum???

regin - 15/08/02 13:16 #

Föstudagurinn er ON. Hús opnar kl 19:00, ef fólk vill borða e-ð þá er til spánýtt og lítt notað grill á heimilinu. Við munum bjóða uppá léttar veitingar, snakk og e-ð álíka. Svo verð ég með nektardans sem byrjar kl 22:00.

regin - 15/08/02 13:20 #

Er e-r með símann á Tröllabar? Ég þarf að láta Eika vita af breytingum.

Matti - 15/08/02 13:25 #

Eiki og Oddný eru í símaskránni :)

Eru þau ekki annars í bænum, ef svo þá er síminn hjá foreldrum þar líka.

Og svo síminn hjá Gyðu.