Örvitinn

teiti hjá Ágústu og Regin

Við hjónin mættum frekar seint til Ágústu og Regins í gærkvöldi. Ég var að vinna til níu, mamma og pabbi sóttu mig og pössuðu svo stelpurnar, við vorum mætt um hálf tíu held ég.

Kvöldið var fínt, ég át yfir mig af snakki og kúlúsúkk. Bölvað vesen. Davíð mætti skömmu eftir okkur. Eiki og Oddný höfðu kíkt inn fyrr um kvöldið en voru farin þegar við komum.

Það var mikið spjallað, meðal annars um andlega málefni. Þá bít ég nú bara í tunguna og segi sem minnst.

Við fórum svo heim um eitt leitið, vorum þá orðin stressuð með pössunina. Inga María svaf í sófanum í sjónvarpsherberginu þegar við komum. Hafði verið frekar pirruð um kvöldið en þetta gekk annars vel hjá mömmum og pabba.

Fórum í hádegiskaffi til tengdó í dag, ég horfði á leik United og WBA sem United unnu bölvaðir. Síðar um daginn skelltum við okkur niður í bæ og kíktum aðeins á menningarnótt!! þó við hefðum reyndar yfirgefið bæinn löngu áður en nótt sótti á.

Það merkilegasta sem við sáum í bænum var væntanlega þegar við sáum Ara og Lilju ásamt stráknum sínum. Sáum þau álengdar og höfðum ekki tækifæri til að heilsa upp á þau, sáum þau þó kyssast í fjarska. Ég segi ykkur það, slúðrið er heitast á þessum vef. Séð og heyrt er búið að vera.

dagbók