Örvitinn

Einar og María

Í teitinu á föstudag hjá Regin og Ágústu vorum við að velta því fyrir okkur hvað væri nú að frétta af ykkur í Danmörku.

Endilega setjið nú inn athugasemd og segið okkur hvað er títt.

dagbók
Athugasemdir

Einar - 19/08/02 15:05 #

Komið þið sæl og blessuð öll sömul. Við rekum nú hingað inn nefið öðru hvoru til að njósna um ykkur öll haha...nei nei, þetta er bara rosa flott og skemmtileg síða Matti og gaman að lesa hvað þið hafið verið að bauka upp á síðkastið :=) Jú takk fyrir fyrirspurnina Matti minn, en við höfum bara haft það mjög gott. Sumarið er búið að vera dúndur og er ennþá ( um 28 gráður ) svo við höfum getað boðið gestum okkar upp á Danmark dejligste. Foreldrar okkar beggja hafa komið í sumar, sem og systir hennar Maríu og svo vinkona hennar. Svo er pabbi að koma núna á miðvikudaginn...þannig að það er miiikið búið að vera gera. Annars var ég í júlí að vinna í Carlsberg verskmiðjunni sem múrari með meiru, en það gekk engann veginn að fá sumarvinnu innan míns sviðs þar sem fyrirtæki hafa verið að draga saman í stórum stíl + ekki er vinsælt að ráða bara fyrir sumarið....en í sárabót fékk maður nóg af ölinu í vinnunni. María er núna að vinna í lokaverkefninu sínu og gengur það ekkert sérstaklega vel þar sem sá litli + góða veðrið er sífellt stelandi athyglinni..en núna á að fara taka þetta í nefið á meðan ég er heimavinnandi húsfaðir. Skólinn byrjar nefnilega ekki fyrr en í september svo að við ákváðum að skipta þessu svona upp í ágúst, ég heima og hún að læra. Litli Björgvin Skúli blómstar og er nú orðinn 68 cm og 6,8 kg aðeins 3ja og hálfs mán., svo að hann er stórt lítið kríli. Annars líður öllum bara mjög vel,fýlum familílífið í botn og njótum þess að fara á ströndina saman í blíðviðrinu eða flatmaga í einum af görðunum hérna.

Jæja góða fólk. Læt þett duga bara í bili en vildum endilega í leiðinni óska henni Særúnu innilega til hamingju með afmælið.

Við verðum svo duglegri að láta í okkur heyra hérna á vefnum hjá Matta the main man :=) Gaman að fá nasaþefinn af því hvað þið hafið verið að bardúsa upp á síðkastið og vildum oft vera þarna með ykkur. Hafið það gott. Kærlige hilsner til jer alle sammen, Einar, María og Björgvin Skúli.

Matti - 19/08/02 15:34 #

Gaman að fá fréttir af ykkur. Ekki laust við að maður öfundi ykkur þegar maður heyrir frásagnir af strandaferðum og sólarstundum. Sumarið hefur reyndar verið fínt hér og þið hafið getað fylgst með því helsta sem við höfum gert hér í dagbókinni.

Fínt að nota þennan vef sem vettvang fyrir samskipti.

Eigið þið ekki einhverjar myndir af guttanum, ég veit fyrir víst að það er mikill áhugi að sjá erfingjann.

Davíð - 19/08/02 16:04 #

....gaman að lesa frá ykkur að allt er gott. Já þetta er örugglega myndar piltur han Björgvin Skúli ....eins og foreldrarnir! Hvenær komið þið í heimsókn??? Og hvað er mikið eftir af dvöl ykkar í den danske dejligheden?

Regin - 20/08/02 11:01 #

Ég tek undir þetta, það er gaman að heyra að allt er í góðum gír í kóngsins Kaupmannahöfn. Hvernig er það eruð þið orðin fluid í dönsku?

Ágústa - 20/08/02 11:35 #

Mikið var að þið létuð loksins heyra í ykkur - enn gaman ;) Við sátum einmitt að sumbli síðustu helgi heima hjá mér og Regin og vorum að spjalla um ykkur - hvað það væri einhvernveginn svoldið skrýtið að það væri komið barn og við hefðum misst af öllu ferlinu - getnaðinum (bara að djóka) meðgöngunni og svo er hann bara orðinn tæpra fjögurra mánaða gamall gutti - ég og Regin erum alltaf að bíða eftir því að flug til DM lækki þannig að maður hafi efni á því að koma í skottúr og heimsækja ykkur. - En hvenær ætlið þið annars að koma heim? þá meina ég annars vegar í heimsókn og hins vegar hvenær ætlið þið að koma heim fyrir fullt og allt?

luv Ágústa Hlín

Einar og María - 23/08/02 18:11 #

hæbbsí aftur.
Já við vitum....orðið laaangt síðan síðast, en þá er bara málið að bæta það upp, ekki satt ? Og já Ágústa mín, getnaðurinn gekk bara vel hahaha og margt og mikið af því að segja....(but later dude):=))) Já, það er líka ferlega skrítið að vera komin með einn gutta, búin að vera tvö ein í soldinn tíma og svona.
Og verið endilega með opin augun fyrir hoppi, það væri gaman að fá heimsókn hingað niður til okkar við tækifæri. Annars komum við ekkert heim fyrr en um jólin. María ætlar að reyna að koma fyrr heim en ég þar sem ég verð í prófum líklegast til þorláks og svo reynum við að vera í 10 daga eða svo saman heima...förum líklegast snemma heim eftir nýár...en hver veit. Við verðum endilega að hittast öll sömul þá , finnst ykkur ekki ? Hafið það gott, kveðjur frá Baununum