Örvitinn

samband um gervihnött

Jæja, þá er síminn loksins búinn að redda sambandi til útlanda. Reyndar er þetta um gervihnött eins og er og því er ljóst að beta testinu mun eitthvað seinka. Það er ekki möguleiki að láta þúsund manns downloada um það bil 200 MB install pakka á þessari tengingu.

Munurinn á gervihnetti og ljósleiðara sést ágætlega ef maður pingar eitthvað í útlöndum, t.d. google.
Þá er niðurstaðan: Reply from 216.239.39.101: bytes=32 time=561ms TTL=43 Það tekur semsagt meira en 500 millisekúndur fyrir pakkann að fara fram og til baka. Venjulega eru þetta kannski 30 millisekúndur.

Gamespot er með lista á forsíðunni yfir vinsælustu leikina á vefsíðunni þeirra og EVE er á honum. Farið á Gamespot og kíkið á umfjöllun þeirra um EVE... aftur.

tækni