Örvitinn

forritun og yfirvinna

Ég les /. reglulega, þó þar sé oft full mikið bull í gangi.

Á laugardaginn rakst ég á umfjöllun sem vakti áhuga minn en spurningin sem var lögð fram er "Hefur langur vinnutími áhrif á gæði kóða?"

Þegar ég las athugasemdirnar rakst ég á hverja horror söguna á eftir annarri. Frásagnir af mönnum á mínum aldri sem hafa brunnið út í brjálæðis vinnu er ekki eitthvað sem maður vill lesa um í miðju crunchi.

Ég er þreyttur á því að hafa ekki tíma til að stúdera eitthvað annað. Ég vil klára að lesa eitthvað af þeim ótal bókum sem ég er með hálflesnar heima. Ég er þreyttur á að vera stressaður.

Hvern er ég að reyna að blekkja, ef ég hefði tíma til að slaka á heima á kvöldin myndi ég væntanlega hanga á netinu :)

forritun
Athugasemdir

einar - 03/09/02 07:39 #

skil þig vel, svona eftir að maður varð fjölskyldumaður. Þegar það er allt á kafi í skólanum þá hefur maður ekki svigrúm til þess að gera neitt annað en að hugsa um það og heimilið, svona more or less. Þetta verður fínt eftir 10-15ár.