Örvitinn

CCP og Cantat

Regin er að velta fyrir sér Cantat strengum og því álagi sem CCP hefur verið að valda á honum síðustu daga. Það er saga að segja frá því.

Myndin hér sýnir umferðina um Cantat strenginn síðustu viku. Eins og sést á myndinni var ekkert samband í gegnum Cantat á tímabili, þegar gert var við strenginn. Græna svæðið er umferð til landsins, bláa og fjólublá línan er umferð frá landinu.

usa-gw-week.png

Hingað til hefur trendið alltaf verið þannig að umferð frá landinu (þegar útlendingar skoða síður eða sækja efni hingað) er minni en umferð til landsins (þegar Íslendingar skoða thehun)

En eins og sjá má á myndinni breytist þetta um leið og beta testið á EVE fer í gang. Skyndilega fara hundruðir manna að downloada 200MB skrá, jafnvel nokkrum sinnum hver.

Þetta sést líka ef maður skoðar umferðina síðasta mánuðinn.

usa-gw-month.png

Blái/fjólublái toppurinn hægra megin á myndinni er þegar beta testerar hefja að downloada clientnum fyrir testið. Skyndilega er umferð frá landinu helmingi meiri en umferðin til landsins.

Þetta kom okkur hjá CCP ekkert á óvart en Landsímamenn áttu ekki von á þessu. Við höfðum upphaflega mælt til þess að Landsíminn myndi setja upp vefþjón úti til þess að dreifa leiknum og plástrum á hann, en þeim þótti ekki taka því.

Eftir að þeir fóru að finna fyrir traffíkinni hefur þeim snúist hugur og vilja nú fara með þetta út. Málið er nefnilega að síminn internet borgar fyrir það sem þeir nota af Cantat, jafnvel þó það sé bara til annarrar deildar innan símans.

tækni