Örvitinn

bréf frá leikskólanum

Við fengum bréfið frá leikskólanum í dag varðandi prestinn sem vill hafa stundir með krökkunum í leikskólanum.


Kæru foreldrar

Eins og kom fram á foreldrafundinum 5. september s.l. hafa okkur borist óskir frá Seljakirjku um aukið samstarfs, sem felst í því að Sr. Bolli Pétur Bollason myndi koma í leikskólann einu sinni í mánuði og eiga með börnunum samverustund.
Reynsla er af slíkum stundum í öðrum leikskólum hverfisins. Við viljum fá álit ykkar á slíkri nýjung og biðjum ykkur því að svara eftirfarandi spurningum.
Það skal tekið fram að ef af verður, sækja þessar stundir eingöngu börn þeirra foreldra sem eru samþykkir. Þeim börnum sem ekki eru þátttakendur í stundunum verður boðið upp á önnur viðfangsefni á meðan.

1. Ert þú/þið sammála því að slíkum stundum verði komið á?

Já______ Nei______
Athugasemdir_______________________________________
__________________________________________________
__________________________________________________

2. Óskar þú/þið eftir að barnið/ börnin taki þátt í stundunum?

Já______ Nei______
Athugasemdir_______________________________________
__________________________________________________
__________________________________________________


Nafn barns/barna_____________________________________

Undirskrift foreldra/foreldris_____________________________

f.h. starfsfólks
Ólöf Helga Pálmadóttir
leikskólastjóri

efahyggja leikskólaprestur
Athugasemdir

Hildur Björk - 11/09/02 16:10 #

:) fáðu að vita hvað presturinn gerir með börnunum í samverustundunum..skrítið að það komi ekki fram.

Matti Á. - 11/09/02 16:16 #

Við skiluðum blaðinu í morgun, merktum við nei á báðum stöðum.

Sem athugasemd sagði ég eitthvað á þá leið að mér þykir ekki viðeigandi að mismunda krökkunum eftir lífsskoðunum. (Var það ekki eitthvað svona Gyða)

Ég þarf að spyrja þær að því seinna hvað er gert á þessum stundum. Þó þarf ég að fara varlega í þetta, vill ekki að Kolla (og Inga María síðar) verði þekktar sem stelpurnar með skrítna pabbann :-)

Gyða - 11/09/02 19:47 #

Jú orðavalið var einhvernveginn svona. Það væri áhugavert að vita hvað presturinn segir stundum væri gott að vera lítil fluga á vegg eða eiga skykkju til að gera mann ósýnilegan eins og Harry Potter :-) Gyða