Örvitinn

þrasgjarn andskoti

Ég er alltaf að þrasa. Aldrei get ég bara þagað og verið kurteis, heldur þarf ég að rétta upp hendi og segja. "Ertu alveg viss um að þetta sé ekki bölvað rugl"

Þar sem ég er alltaf að gera þetta halda margir að ég sé í fýlu. Það er fjarri lagi.

Uppfært 16:00
Ekki það að ég sé ekki stundum leiðinlegur. Sérstaklega á spjallrásunum. Ég geng alltof oft skrefinu of langt. Þó er það nú þannig að oftar hefur fólki sárnað þegar ekkert slíkt hefur verið í gangi af minni hálfu. Ég held að fólk haldi frekar að ég sé að ráðast á það persónulega þegar það er alls ekki meining mín.

efahyggja