Örvitinn

feðraraunir

Gyða fór á foreldrafund í skólanum hennar Áróru í morgun. Ég bar því ábyrgð á því að koma stelpunum á fætur, Kollu í leikskólann og Áróru í skólann.

Við skulum bara segja að ég hafi ekki borið þá ábyrgð vel !!

Það tók mig heljar tíma að finna föt á Kollu og Inga Maríu. Ég náði ekki að festa Ingu Maríu í vagninn. Ég átti í mesta basli með að fá Kollu til að rölta í leikskólann, hún var alltaf eitthvað að slóra, þar til pabbi hennar tók hana í fangið og hélt á henni góðan spotta.

Og svo var ég náttúrulega alltof seinn til baka þannig að Áróra var alveg við það að vera of sein í skólann.

Nei, ég hef aldrei haldið því fram að starfið hennar Gyðu væri auðvelt.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 18/09/02 12:06 #

ha ha ha ha ha :-) Æi ástin mín þú fyrirgefur en ég get ekki annað en skellihlegið af þér :-) Gott að þú öðlist smá virðingu fyrir starfinu mínu og fyrirgefðu að ég skildi ekki undirbúa hlutina aðeins betur það stóð til að gera það en Inga María tók sig bara til og svaf til nokkrar mín í átta í stað þess að vakna hálf 7. Ég naut þess að sofa eftir að hafa vakið með henni í klukkutíma í nótt en ruglaði öllu sísteminu samt. þín Gyða