Örvitinn

Henson - CCCP

Var að spila með Henson áðan á gervigrasinu í Laugardal. Töpuðum 2-1 fyrir ágætu liði CCCP.

Ég sit núna í sófanum með stokkbólgið hægra hné og væna kúlu á hausnum. Ég átti sæmilegan dag. Byrjaði leikinn og spilaði allt í allt svona hálfan leikinn. Það eru semsagt frjálsar skiptingar í þessum bolta.

Leikurinn var nokkuð jafn, CCCP spila nú frekar einfaldan bolta, langar sendingar fram og fljótir framherjar. Henson er með marga vel spilandi menn, en náði að mínu mati ekki að spila nógu vel á milli sín í dag. Einnig var ég ekki ánægður með hvað menn voru latir við að skipta sjálfum sér útaf. Í svona leikjum eiga menn að keyra á fullu og biðja svo um skiptingu þegar þeir eru þreyttir. Kannski var ég bara einn um að vera í svona slæmu formi að þurfa að skipta sjálfum mér útaf :-)

Næsti leikur er á miðvikudagskvöldið, vonandi verður hnéð á mér orðið skárra.

boltinn