Örvitinn

snemma á fótum

Ég var talinn bjartsýnn þegar ég lýsti því yfir í gærkvöldi að ég ætlaði snemma á fætur næsta morgun. Stillti vekjaraklukkuna á 6:10 áður en ég fór að sofa.

Þegar hún svo hringdi var ég fljótur að slökkva á henni og játaði mig sigraðan. Svaf lengur, því það er stundum bara svo gott að sofa. Fór loksins á fætur 6:50 samkvæmt vekjaraklukkunni, þá voru bara tíu mínútur í að stelpurnar færu á ról, þannig að ég ákvað að drífa mig af stað.

Þegar ég var kominn niður komst ég svo að því að klukkan var í rauninni 5:50, vekjaraklukkan er vitlaus. Ég nennti ómögulega að fara aftur upp í rúm og ákvað frekar að drífa mig í vinnuna.

Það er því slys að bjartsýni mín stóðst.

dagbók