Örvitinn

Henson - Ótti

Spilaði með Henson á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Aftur töpuðum við, 3-2 í þetta skiptið.

Ég byrjaði inná í hægri bakverði, stóð mig ágætlega held ég. Eftir um þrjátíu mínútna leik tognaði ég í hægra læri, fór þá útaf en kom inná aftur í seinni hálfleik og spilaði síðustu 15-20 mínúturnar.

Held ég taki mér alveg frí frá fótbolta fram á næsta miðvikudag til að koma lærinu í lag. Það gæti þó tekið lengri tíma.

Annars er þetta náttúrulega bölvað vesen að vera að meiðast svona. Þetta er gallinn við þessar keppnisíþróttir. Menn meiðast. Þá segja gárungarnir, það á að láta krakkana stunda menningu í staðin fyrir íþróttir.

En ég held að þá sökkvi menn bara í sukkið, það er allavega reynsla mín af mínum vinum í tónlistarbransanum :-)

Svo meiðist fólk í heilanum, fer að hugsa einhverja bölvaða vitleysu. Ég segi það og skrifa, hætta þessu bölvaða menningarrugli og senda krakkana út í sportið, frekar viljum við að þau rífi á sér lærvöðvann heldur en að þau sökkvi í fen abstrakt hugsunar og hassreykinga :-P

boltinn dagbók
Athugasemdir

Ólafur Kristjánsson - 26/09/02 13:56 #

Er Matthías vinur minn núna að skjóta eitthvað á vini sína úr Kvennfélaginu Þórhildi. Þ.e.a.s. þá sem hafa eitthvað verið að múzzisera. Ég segi nú alltaf, það var brennivínið sem að bjargaði mér frá íþróttabölinu, og hef ekki ennþá hlotið varanleg meiðsl við mína yðju, annað en segja má um marga(flesta) þá sem að stunda bolta- og aðra þroskaleiki. kv Ólafur Kristjánsson

Matti Á. - 26/09/02 14:16 #

Ætli það megi ekki túlka þetta líka þannig að ég hef engin skynsamleg rök til varnar þeirri áráttu minni að spila og horfa á fótbolta. Þó það fyrrnefnda slasi mig líkamlega og hið síðara valdi mér slæmum taugum (um þessar mundir).