Örvitinn

vikan hjá mér

Gyða tók saman lista yfir það hvernig ég eyði vikunni. Hún gerði það nú til að sýna fram á að ég eyði alltof litlum tíma meö fjölskyldunni en of miklum í fótboltagláp, fótboltaspil og World Class.

168 alls tímar í vikunni

60 svefn
62 vinna
5 strætóferðir
4 fótboltaæfingar (áætla 2 tímum í hvora æfingu)
6 world class
3 Horfa á fótbolta
7 koma sér í og úr vinnu
2 hjá foreldrum þínum

eftir 19 tímar sem ég hef með fjölskyldunni.

Reyndar er þetta ekki mjög nákvæmt hjá henni Gyðu, ég eyði t.d. aldrei klukkutíma á dag í strætó, hugsanlega nær það hálftíma. Einnig hef ég ekki náð 6 tímum á viku í World Class í langan tíma. Líka dáldið skrítið að taka tímann á því að koma sér í og úr vinnu sér auk strætó tímans.

Annars var Gyða þreytt og pirruð í gærkvöldið með veika stelpu á meðan maðurinn hennar dundaði sér í vinnunni í stöðugu glensi :-|

Ég var mættur í vinnuna 12:00 í dag.

dagbók
Athugasemdir

Hildur Björk - 28/09/02 15:25 #

Sko go go Gyða...rosalega er þetta sniðug hugmynd að taka svona tímana saman:)og ég skil vel að henni finnst þú heppinn að geta verið í þessari skemmtilegu vinnu... Kveðja, Hildur...kona kvabbaða kallsins