Örvitinn

blóð

Fór loks í blóðbankann og lagði mitt af mörkum. Gaf blóð í áttunda skiptið í þessari törn. Gaf blóð tvisvar eða þrisvar þegar ég var í Verzló, en gat svo ekki gefið í einhvern tíma eftir að ég fór til Mexíkó í útskriftarferð.

Eitthvað vafðist þetta fyrir þeim í þetta skiptið, sú sem tók á móti mér treysti sér ekki í að stinga mig og leitaði til eldri og reyndari konu. Þeim þóttu æðarnar í mér fíngerðar. Þetta hefur aldrei verið nefnt við mig áður, ætli æðarnar í mér séu að skreppa saman? Þarf að muna að drekka sérlega mikinn vökva áður en ég mæti næst svo æðarnar tútni út.

Annars gekk þetta eins og í sögu. Las svo dagblaðið og gæddi mér á kökum þegar þetta var búið.

Að sjálfsögðu var blóðþrýsturinn mældur, núna á ég reglulegar blóðþrýstingsmælingar fyrir síðustu tvö ár. Það vantar bara fyrstu mælinguna inn í þetta.

30.09.02 119/62
14.03.02 128/62
13.12.01 120/70
13.09.01 125/80 byrja að æfa 01.09.01
02.03.01 130/80
02.11.00 130/80
03.08.00 130/60

Ég veit svo ekkert hvað ég á að lesa úr þessu. Veit bara að ég er með "fínan" blóðþrýsting.

dagbók