Örvitinn

gídeon

Hún var dáldið sposk á svipinn í gærkvöldi. "Veistu hvað ég fékk í skólanum í dag?" Spurði hún og handlék innvafða bók. Ég vissi strax hvað um var að ræða.

Gídeon félagi hafði mætt á svæðið og fært krökkunum Nýja Testmentið.

Ég hafði dáldið gaman að því hvað henni þótti þetta skondið. Áróra veit vel að ég er trúlaus og vissi að mér þætti þetta kjánalegt. Ég spurði hana út í það hvað hefði farið fram. Hún sagði mér að maðurinn hefði sagt þeim frá því hvernig gídeon félagið varð til. Ég var nú reyndar síðast í gær að velta því fyrir mér að ég þyrfti að fara að kaupa mér Biblíu. Sumir vinir mínir myndu leggja mikla merkingu í þetta :-)

Í morgun var ég svo að velta því fyrir mér hvað yrði sagt ef ég færi fram á það að fá að dreifa riti til allra 10 ára bekkja á landinu. Ritið innihéldi stutta lýsingu á trúleysi, fjallað væri um það sem ég sæi athugavert við Kristni og önnur trúarbrögð og frati væri lýst á trúleysi trúarbrögð yfir höfuð. Það væri hægt að semja stuttan skemmtilegan fyrirlestur sem farið væri með um leið og krökkunum yrði afhent ritið. Ég er viss um að þetta gæti orðið ansi áhrifamikil leið til þess að hrista trúna úr krökkunum.

---

Birgir, ég þakka fyrir mig. Ég hef haft dálitlar áhyggjur af því í dag að ég væri að fara yfir strikið, en sé það núna að strikið er vitlaust staðsett. Það þarf að lyfta því upp svo fólk geti gengið upprétt í stað þess að vafra um með hokið bak.

efahyggja
Athugasemdir

Óli - 02/10/02 14:09 #

Blessaður Matti. Gaman að lesa þessi skrif þín á netið, sérstaklega þegar það fer að hitna í kolunum eins og á visi.is síðunni. Þetta er allt saman eins og talað út úr mínu hjarta. Þessi Ferdinand(eða hvað nafnið var nú) er greinilega eitthvað skemmdur, eða allavega mikið að. Gott dæmi um hvernig trúinn getur skemmt fólk og deyft það fyrir að hugsa rökrétt. Talandi um Gideon, við verðum greinilega bara að stofna samtök og ganga í skóla til að boða trúleysi, það er kominn tími til að hrista upp í bullinu. Held áfram að lesa skrif þín um trúleysi.

kv.