Örvitinn

fótbolti og Portúgal

Var að spila fótbolta með Henson áðan. Unnum Puma 1-0 í suddaveðri í Laugardalnum. Lið Puma er að mestu skipað frægum mönnum frá Norðurljósum, þeir voru nú mest í því að væla í dag. Við vorum einfaldlega miklu betri, hefðum átt að skora að minnsta kosti eitt mark í viðbót.

Eftir leik brunaði ég heim og sit nú undir sæng og horfi á leik Liverpool og Chelsea.

Mamma og pabbi eru úti í Portúgal þessa dagana, keyptu sér vikuferð með skömmum fyrirvara og skelltu sér út. Ég er með bílinn þeirra í láni sem er náttúrulega hið besta mál.

Þau gerðu tilraun til að setja inn athugasemd hér í gær en eitthvað hefur það klikkað. Prófið nú endilega aftur ef þið lesið þetta.

dagbók