Örvitinn

Meiri gagnrýni á dularsálfræði

Ég mun halda áfram að vísa á greinar sem hrekja þá skoðun að búið sé að sýna fram á að eitthvað vit sé í því sem dularsálfræðin kannar.

Jafnvel þó enginn nenni að lesa þær.

The Combinatorial Explosion and Statistical Meta-analysis in Parapsychology

A Field Guide to Skepticism er kafli úr bókinni The Concious Universe eftir Dean I. Radin. Ég gruna að þetta sé bókin sem trúleysingi nokkur studdist við þegar hann rökræddi við mig og fleiri um hvort búið væri að sýna fram á að hugsanaflutningur væri raunverulegt fyrirbæri.

Í þessum kafla beitir Radin ótrúlega ómerkilegum aðferðum til þess að gera lítið úr efahyggjumönnum. Ég hef sjaldan séð annað eins af rangfærslum og útúrsnúningum. Það sem er þó sorglegast að mínu mati er að trúleysinginn ágæti kom fram með flest þau atriði sem nefnd eru í kaflanum.

Það sem er þó skemmtilegt fyrir ykkur ef þið nennið að lesa báðar greinarnar er að í fyrri greininni er bent á að fullyrðing Radins, að búið sé að sýna fram á tilvist hugsanflutnings með metaanalískum aðferðum er vægast sagt vafasöm.

Látið mig vita ef þið komist í gegnum báðar greinarnar og þá fáið þið verðlaun :-)

önnur hindurvitni
Athugasemdir

Gyða - 09/10/02 12:11 #

Hvar eru verðlaunin mín :-) Ég las báðar greinarnar bara til að geta sagt að ég hafi lesið þær :-) en verð að viðurkenna að mér fannst þær báðar hundleiðinlegar :-( sú fyrri var þó sínu verri þar sem ég gat ómögulega skilið hana þó ég reyndi að lesa sumar setningarnar 3-4 sinnum yfir!!! Spurning hvort að heilinn á mér sé hættur að starfa eftir ár sem heimavinnandi eiginkona eða hvort að fyrri greinin sé virkilega torfmelt!! Allavegana finnst mér að ég eigi að fá virkílega góð verðlaun eftir að hafa lagt þessa lesningu á mig :-)

Matti Á. - 09/10/02 12:31 #

Þú færð verðlaun við hæfi :-)

Fyrri greinin er tormelt, heilinn á þér er alveg í lagi held ég.

Það hefði verið hægt að útskýra þetta mun betur með því að nota skýringarmyndir. ÉG útskýri þetta kannski fyrir þér síðar ef ég vil drepa þig úr leiðindum :-)