Örvitinn

dularfullt

Í gærdag var ég að fletta í gegnum lista yfir fræga trúleysingja og sá meðal annars að hljómsveitin tool er á honum. Þá varð ég glaður !

En það er ekki dularfullt. Það sem er dularfullt er að síðar þann sama dag birtir Birgir Baldursson, frægur trúleysingi, lista yfir fræga íslenska trúleysingja og vísar meðal annars í celebatheists vefinn.

Þetta er rosalegt. Hvað veldur þessu. Ætli afstaða tungls og jarðar hafi valdið því að ég og Birgir vorum allt í einu staddir á sömu bylgjulengd. Pælingar okkar hafi samtvinnast eitt andartak.

Eða ætli þetta hafi verið tilviljun.... nei, nú má ég ekki vera lokaður. Samtvinnaðar bylgjulengdir er málið.

efahyggja