Örvitinn

vopnin slegin úr höndunum á mér

Hann Theódór Norðkvist gerði mér nú hálfgerðan óleik í kvöld.

Hann sendi mér bréf þar sem hann var ekkert nema almennilegheitin. Þetta er náttúrulega hið versta mál :-) Ég á hér með afskaplega erfitt með að réttlæta nýtilkomna fordóma mína í hans garð.

Annars er alveg ljóst að skítast mitt var að einhverju leiti útaf pirring sem hafði ekkert með hann að gera eins og sjá má í færslunni á undan þeirri sem ég vísa í hér að ofan.

Það breytir því ekki að ég var mjög ósáttur við það sem hann skrifaði á spjallþráðinn, en ég hefði að sjálfsögðu átt að draga aðeins úr orðum mínum.

Ég kalla hann asna í dagbókarfærslunni, held það sé rétt að vera ekkert að ritskoða það hér. Þá væri líka erfitt að ná samhenginu í þessu öllu saman.

Theódór á lof skilið fyrir að senda mér þetta ágæta bréf, hann er meiri maður fyrir vikið og langt frá því að vera asni.

efahyggja