Örvitinn

fótbolti, meiðsli og afmæli

Henson spilaði á móti TCL í gærkvöldi á gervigrasinu í laugardal.

Þetta var úrlistaleikur um það hvort liðið kæmist áfram í úrlit í mótinu. Úrslit fóru þannig að Henson tapaði leiknum 3-1 og átti ekki meira skilið. Við vorum sterkara liðið stóran hluta leiks, hefðum átt að vera 3-1 yfir í hálfleik en vorum í staðin 0-1 undir. Í seinni hálfleik fengum við vítaspyrnu og leikmaður TCL var rekinn útaf. Einum manni fleiri í stöðunni 1-1 var eins og allur vindur færi úr leikmönnum Henson. Við gátum ekkert eftir það og TCL skoraði tvö mörk.

Ég tognaði í hægra læri eftir um 5 mínútur af seinni hálfleik, fékk skiptingu 10 mínútum síðar. Ég tognaði í vinstra læri um daginn og er ekki mjög sáttur með þetta.

Ég þarf að athuga hvað ég get gert til að minnka líkurnar á þessu, því ef þetta er eitthvað viðvarandi ástand mun ég ekki geta spilað mikinn fótbolta í framtíðinni og það væri nú afskaplega sorglegt.

Mamma á afmæli í dag, er rétt rúmlega 34 ára :-)
Foreldrar mínir eru í Portúgal þessa vikuna, koma reyndar heim á morgun. Ef þau væru á landinu gæti móðir mín farið í Smáralind og fengið 20% afslátt í Debenhams því Smáralind á líka afmæli í dag.

dagbók