Örvitinn

Málþing um umburðarlyndi....

Ég ætla að kíkja á þetta málþing í kvöld til þess að kynna mér hvað þeir eru að spá varðandi kristnifræðikennslu í grunnskólum og leikskólum. Mér þykja raddir ólíkra hópa ekki fá mjög mikið pláss í dagskránni, en það er þá kanski spurning um að raddir trúlausra hljómi í fyrirspurnartíma.

Hvaða punkta get ég komið með?

Ég er ekki alveg nógu skýr í kollinum akkúrat núna.... bæti við þetta í dag.

Uppfært 11:22 Annars er ekkert víst að ég muni tjá mig eitthvað, það fer algerlega eftir stemmingunni. Það er mjög misjafnt hversu djarfur ég er á svona stundum. Held þó að ég sé farinn að þora að hefja upp raust mína við flest tækifæri. Þá er bara spurning um hvort ég hafi eitthvað að segja.

Það er sagt frá þessu málþingi á forsíðu fréttablaðsins í dag en tímasetningin er vitlaus. Þar stendur að málþingið hefjist klukkan 19:00 en þá er því að ljúka samkvæmt dagskrá. Ætli þetta sé viljandi gert til að losna við trúleysingjana :-)

efahyggja