Örvitinn

málþingið - punktar

Ég tók saman punkta á málþinginu í kvöld. Þetta er ansi samhengislaust eins og er. Á morgun ætla ég svo að taka saman hugrenningar mínar. Ég get þó sagt það nú að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá kennara og trúmenn sem þarna voru staddir.

Eins og ég sagði, þetta er samhengislaust. Ég hef ekkert lesið þetta yfir. Lesið á eigin ábyrgð. Stundum eru mínar pælinar inn á milli tilvitnana í þá sem voru að spjalla, vonandi sést alls staðar þegar svo var.

15.10.02 Málþing um umburðarlyndi í skólastarfi, kennarháskólanum
Foreldrafélag leikskólans kjarrið í kópavogi ásamt rvk-prófastdæmum stóð fyrir málstofunni.

Tómas Ingi Olricht. Talaði aðallega um námsskrá og skólastefnu. Kristilegt siðgæði, umburðarlyndi og lýðræði. Ábyrgð, umhyggja, sáttfýsi.
Siðferðileg gildi endurspeglast í skólastörfum.

Sr. Sigurður Pálsson.
Klemma milli tveggja menningarheima. Sagði frá leikskólastjóra sem hætti að mæta með leikskólakrakkana í kirkjuna um jólin, var hneykslaður.
Vitnaði í aðalnámskrá leikskóla. Vitnaði í siðfræði Páls Skúlasonar. Velti fyrir sér umburðarlyndishugtakinu. Umburðarlyndi er ekki það sama og “mér er alveg sama”
Misnotkun á umburðarlyndi ef það er notað til að þagga niður umræðu. Frjáls átök andstæðra viðhorfa. Þetta er bara sjálfsvörn.
Kristinn menningararfur er virkt afl í þjóðfélaginu, 90% í kristnum söfnuðum.
Umburðarlyndi án virðingar eru orðin tóm. Skólinn á ekki að vera átakasvæði ólíkra lífsskoðana. Hlutverk skóla ekki bara að fræða heldur líka að ala upp. Uppalendur eiga heimt á að skólinn styðji við menningarlegan grunn. Ekki hægt að dauðhreinsa trú úr skólum. Gengur ekki að breiða yfir það sem ágreiningi veldur. Meirihlutinn má ekki ganga á rétt minnihlutahópa. Jafnljóst að aðrir hafa ekki réttindi til að svipta meirihlutann réttindum til hins sama.
Þarf að rýma heimildir til að stofna einkaskóla? Sigurður vill leggja mikið á sig til að hafa einn skóla fyrir alla. Það að tala um kristilegt siðgæði er ekki mismunun ef það er skilið sem það að tala um gullnu regluna. Hún er til í mörgum myndum en sérstaða kristnu útgáfunnar er hin virka afstaða. Með öðrum orðum, aðrir segja, “ekki gera öðrum” en kristnir segja “gerðu öðrum það sem þú villt að þeir geri þér” !! Þessi áhersla er komin frá Kristni.
Ég velti því fyrir mér hvort grunnskólar með núverandi kristnifræðikennslu séu ekki hinir raunverulegu sérskólar hins frekar litla hóps sem raunverulega er hægt að tala um sem kristinn.

Hanna Ragnarsdóttir lektor khí
Var með glærur. Samþætting eða aðskilnaður. Hér á landi stefnum við að því að samþætta mismunandi menningarhópa. Ættu börn að kynnast trúariðkun annarra hópa? Kynna ætti öll trúarbrögð!!
Leiðir í leikskólum: hlutleysi eða fræða börnin um hin ýmsu trúarbrögð. Á leikskólum finna menn ekkert fyrir mismunandi trúarbrögðum nema hvað varðar vottana en börn þeirra eru tekin úr leikskólum á jólum og afmælum. Hún nefndi dæmi um múslima sem hafa ekkert á móti því að börn sín fái kennslu um kristni í leikskólanum. Faðirinn strangtrúaður, móðirin ekki mikið trúuð.
Ég spurði hana um hvort munur væri á viðhorfi eftir því hverjir sjá um þessa kennslu. Náði því nú ekki alveg hvort hún svaraði því beinlínis. Talaði um nauðsyn þess að kynna fyrir foreldrum hvað stæði til að kynna krökkunum. Munur á því að kenna um trúarbrögð og trúboði.
Sigurður: Munur á trúboði og fræðslu. Kennari stefni á að nemandi taki tiltekna trúarafstöðu. Boðandi þáttur má koma fram. Láta efnið tala fyrir sig sjálft.

Fanney hvítasunnusöfnuður
Hefur miklar áhyggjur af öllu því neikvæða áreiti sem dynur á börnum í dag. Kynlíf og ljótt orðbragð. Fanney dregur upp neikvæða og dökka mynd af ástandinu í dag. Hið neikvæða hefur of mikil áhrif. Betri áhrif í öruggu umhverfi. Samfélag okkar byggir á kristnum grunni.
Það vantar skýra stefnu í agamálum. Meinum það sem við segjum!
Leikskólar þurfa að efla kristilegt siðgæði og svo framvegis. Grundvöllur okkar menningar er kristinn, 95% í kristnum trúfélögum (held hún hafi verið að lesa úr einhverju) Lítið gert úr siðfræði barnanna.
Lágkúran flæðir yfir... kynlífsvæðing. Skólinn og Kirkjan hafa látið þetta framhjá sér fara. Blótsyrði vaða yfir í fjölmiðlum á mðean barist er við það í skólunum. Hún fjallaði um það þegar Herra Hafnafjörður bauð þeim sem mættu naktir í búðina einhver verðlaun og hneykslaðist mikið á því. Ég fæ það bara á tilfinninguna að hún sé bæld. Meðal annars hneykslast hún á komu Ron Jeremy. “Kristin trú og siðir hafa meira vægi” (eðlilegt að hennar mati)
Hún nefnir að faðir hafi kvartað undan því að jólasöngvar væru sungnir í leikskóla. Er þetta virkilega áhyggjuefni í dag? Er hitt ekki frekar áhyggjuefni?
Skilaboð (af því áreiti sem börn fá í dag) ýta undir sjálfselsku. Þörf fyrir siðferðilega endurreisn og við þessu þarf að spyrna !

Næst kom Bjarni Jónsson og talaði fyrir hönd siðmenntar, ég ætla að sjá hvort ég geti ekki fengið erindi hans eins og leggur sig.

Svanberg K. Jakobsson vottum Jehóva.Vitnaði í Spinoza, skilja mannlegar athafnir.
Vottar eiga gott samstarf við skóla og leikskóla. Foreldrar vilja sjá um trúaruppeldið sjálf. Flestir vottar kjósa að börnin sitji ekki í kristinfræðitímum. Það hefur ekki valdið ágreiningi. Hann talaði um að sýna skilning á mun á kennslu og þáttöku í trúarathöfn. Sama gildir ef farið er með bæn (nefndi dæmi um leikskólakennar sem fór með borðbæn með krökkunum)
Margir halda að það sé þraut fyrir börn votta að fá ekki að halda Jól. Hann sagði frá atviki í skóla. Einhver strákur (votti) var niðurdreginn og kennarinn sagði við krakkana að þau ættu að vera góð við hann þar sem hann væri svo leiður yfir því að fá ekki að halda jól. Það hefði þó alls ekkert verið ástæðan fyrir því að drengurinn var leiður. Þarna er verið að búa til vandamál úr aðstæðum þar sem er ekkert vandamál. Nefndi annað dæmi þar sem kennarinn ræddi með krökkunum hvað fólst í trú annars stráks og það var ekkert mál. Þar var semsagt krökkunum sagt frá því hvað fælist í trú vottanna, af hverju þau héldu ekki jól og afmæli, krakkarnir sýndu mikinn skilning. Það er gott dæmi um það hvernig hægt er að efla umburðarlyndi.
Kom svo með dæmi um votta sem var starfsmaður á leikskóla. Hún kom að máli við leikskólastjórann og ræddi um að fá að halda sig til hlés í jólastandinu. Leikskólastjórinn sagði “þetta verður ekkert vandamál ef vð gerum það ekki að vandamáli” !!!

Umræður
Kristinn, sóknarprestur og kennari: Að hvaða leyti er önnur frásagan hlutlaus, sbr. Sókrates og Jesú Bjarni: Sögur eru kenndar sem staðreyndir. Upp úr þessu fóru einhverjir að velta fyrir sér muninum á Jesú og Sókrates. (útúrsnúningar !!!)

Kristín Magnúsdóttir, kennari Austurbæjarskóla: Fullyrti að það væri misskilningur að kristnifræði væri kennd sem staðreyndir. Hún/þau reyni að miðla þessu án þess að um sé að ræða trúboð.

Einhver Djákni/kennari (kona, náði ekki nafninu: Börnum er ekki hent fram á gang. Þau eru leidd fram á gang !!!! (Hvað er konan að spá spyr ég bara)

Theódór Norðkvist (ferdinand-daVinci á spjallþráðum): Leifum við börnunum að velja sjálf? Bjarni: Börnin mynda sér sjálfstæða skoðun þegar þau hafa til þess þroska. Tók dæmi af eigin börnum.

Ingólfur Guðmundsson: Eru menn sáttir við textann í námsskrá um umburðarlyndi?

Tvær spurning til vottanna, önnur frá Þorgils Þorgerg Guðfræðingi og hin frá Steina “frænda”

Lokaorð:
Hanna: Ómögulegt að kenna út frá hlutleysi. Vænlegra að vera meðvituð um upprunann. Svo talaði hún um það að kenna sannleikann, eins og kom fram hjá Bjarna að siðmennt vildi að væri gert. Það er ekki hægt að kenna sannleikann sagði hún, enda “sannleikurinn fleiri en einn” !!!!

Sigurður: Tal um hlutleysi er útópíutal. Sigurður var sármóðgaður út í Bjarna eftir erindi hans. Þetta er gert í fullum heilindum í því skyni að þessir hópar geti nálgast. “Kirkjan hefur ekkert með skólann að gera” (aðskilnaður 1926) Dæmin sem Bjarni nefndi eru skelfileg. Kirkjan hefur samstarf við skólana sem er allt annað en að ryðjast inn í skólana. Dæmin sanna ekkert um afstöðu Kirkjunnar. “Prestar eiga ekki að kenna kristinfræði” enda ekki þjálfaðir í að gera mun á boðun og fræðslu, nema þeir séu með fullgild kennararéttindi. (Það voru fleiri en einn djákni/prestur-kennari í salnum)

Sagnfræðilegar forsendur. Námskrá tekur skýrt fram að skólinn eigi ekki að stunda trúboð. Ýmis misbeiting hefur tíðkast og það ber að harma.

efahyggja